Námskeið, viðburðir og opnanir
Textíl Barsins
Við stöllurnar hjá Textíl Barnum bjóðum upp á fjölbreytt og skapandi námskeið til þess að veita fólki innblástur hvernig hægt er að nota endurnýttan textíl á fjölbreyttan hátt. Við leggjum mikið upp úr því að skapa notalega stemningu þar sem sköpunarflæðið fær að taka völdin! Við lofum svo sannarlega stanslausu textíl stuði...
Námskeið og viðburðir
-

Garn tiltekt
Hefur þú áhuga á að selja garn sem þú hefur ekki not fyrir lengur.
Textíl Barinn ætlar að bjóða upp á tækifæri til að koma og selja garn og annað prjóna tengt.
Hvernig virkar þetta?
Þú pantar pláss, kemur og setur upp þitt svæði og selur.
Verð 6000 kr.
Á staðnum verða borð, posi, kaffi og gotterí.
Við sjáum um að búa til auglýsingar og auglýsa viðburðinn.
Vantar hugmynd af einhverju skemmtilegu að gera fyrir hópinn þinn?
Á Textíl Barnum sérsníðum við námskeið og samveru fyrir hópinn þinn.
Við tökum vel á móti hópnum þínum í Faxafeninu þar sem góð aðstaða er fyrir allt að 10 manns. Einnig getum við sókt hópinn þinn heim eða á vinnustaðinn.
Við kennum skapandi prjón, vefnað, bútasaum og útsaum svo eitthvað sé nefnt… Hafðu samband og við finnum eitthvað skemmtilegt fyrir þinn hóp.